Sækja um nám
Hægt er að sækja um nám við Tónlistarskólann hvenær sem er. Allar umsóknir fara í rétta röð miðað við hvenær þær eru sendar inn. Skólastjórnendur fara yfir umsóknir og nemendur fá tíma hjá þeim kennurum sem eru með laust pláss. Ekki er hægt að lofa því að ósk um kennara verði uppfyllt en alltaf er reynt að verða við þeim óskum.
