Upplýsingar fyrir forráðmenn

Hér má finna ráðleggingar og upplýsingar um tónlistarnám.

Tónlistartímar á skólatíma grunnskóla

í Tónlistarskólum Fjarðabyggðar er sú venja viðhöfð að nemendur Tónlistarskólans mega sækja tónlistartíma á skólatíma grunnskólanna. Þetta er gert í samráði við alla aðila, tónlistarkennara, tónlistarnemendur, forráðamenn og kennara grunnskólanna. Hugsunin er sú að nemendur skólanna í Fjarðabyggð geti lokið sínu námi á hefðbundnum skólatíma enda kenna báðar skólagerðir eftir aðalnámskrá sem gefin er út af menntamálaráðuneytinu. Þetta er ekki sjálfsagt mál en með góðri samvinnu allra aðila gengur þetta fyrirkomulag vel að mestu leyti. Auðvitað geta komið upp einhverjir árekstrar en alltaf er reynt að leysa úr þeim með opnum samskiptum og skilningi allra aðila.

Það sem er mikilvægast í þessu fyrirkomulagi er það að ef forráðmenn tónlistarnemenda samþykkja þetta  þá er sú ábyrgð lögð á herðar þeirra að fylgjast vel með því úr hvaða tímum grunnskólans þeirra börn sækja tónlistartíma. Það er á ábyrgð forráðamanna að passa vel upp á að nemendur grunnskólans skili sínu námi og vinni það upp sem hugsanlega fer fram hjá þeim þegar þau sækja tónlistartíma. Ekki má samt gleyma því að nemendur eru sannarlega í námi í Tónlistarskólanum og læra þar margt sem getur styrkt þau sem nemendur grunnskóla.

Í mörg ár hafa Tónlistarskólarnir í Fjarðabyggð, sem nú erorðinn að Tónlistarskóla Fjarðabyggðar, gert svokallaðar "rúllutöflur" þannig að nemendur voru aldrei á sama tíma í tónlistartímum. Fyrir marga gekk það vel en fyrir marga illa. Það olli því að forráðamenn áttu í mesta basli með að vita úr hvaða tímum þeirra börn fóru í tónlistartíma og fyrir marga nemendur var þetta mikið áreiti því þeir áttu erfitt með að fylgjast með sínum tímum. Nú er búið að innleiða það fyrirkomulag að nemendur Tónlistarskólans eru með fastar kennslustundir og þar af leiðandi lítið mál fyrir forráðamenn að vita hvar þarf helst að fylgjast með námsframvindunni.

Vinnum öll saman

Heimaæfingar

Tónlistarnám byggir á því að nemendur læra tækni og tónlist í tónlistartímum með sínum kennara og þurfa svo að æfa sig heima reglulega.

zzzzzzz....

Svefnþörf

Fleiri nemendur en áður mæta í skólann of seint, þreyttir og óúthvíldir. Sérstaklega ber að athuga stöðuna hjá þeim nemendum sem hafa sjónvarp og / eða tölvu í herbergum sínum. Foreldrar vita oft ekki af því að krakkarnir eru vakandi löngu eftir að foreldrar fara að sofa.